top of page

Nirvana öndun - Kristján Ársæll

Kristjan2.png

Ég heiti Kristján Ársæll Jóhannesson, þriggja barna faðir, sem starfar sem húsasmiður og í námi til húsasmíðameistara.

Ég hef verið leitandi á andlega sviðinu undanfarin ár og hef prufað ýmislegt til dæmis ýmiskonar tónheilanir, KAP, yoga, yoga nidra, ljósgjafir og“sweat“ athafnir og fékk að kynnast  2022 öndunartækni.

 

Strax frá fyrsta tíma vissi ég að þetta var eitthvað sem ég vildi tileinka mér og fá að kynna þetta ótrúlega öfluga verkfæri fyrir sem flestum.

Ég fór í nám til að öðlast réttindi til að bjóða upp á öndunarferðalög og útskrifaðist í gegnum Breath Masters 18. júní 2024 og hef fengið að leiða fjöldann allan af fólki í gegnum öndun síðan þá. Ég hef jafnframt lokið öryggisnámskeiði vegna öndunarvinnu.

Hjartanlega velkomin í öndunarferðalag með mér.

Hvað er Breath Masters?

Breath Masters er vettvangur sem býður upp á hágæða vottun og þjálfun í öndunarvinnu fyrir einstaklinga sem vilja verða hæfir öndunarþjálfarar. Aðferðafræðin byggir á því að nota öndunaræfingar til að komast í breytt meðvitundarástand og vinna með rót vandamála sem tengjast tilfinningalegum og sálrænum áskorunum skjólstæðinga. Þetta leiðir til djúpstæðra persónulegra og andlegra umbreytinga.
 

Kenningin

Lífeðlisfræði, sálfræði og skilningur á því hvernig andardrátturinn virkar í líkamanum, svo að þú getir miðlað fræðunum af öryggi og visku þegar þú kynnir þær fyrir skjólstæðingum þínum eftir vottun. Við förum í dýptina á því hvernig öndunin virkar og hjálpum þér að uppgötva hversu öflug hún raunverulega er!
 

MasterClass.png

SÍMI: +354 618 1582
EMAIL: nirvanaondun@gmail.com

bottom of page