
Spurt og svarað
Eitthvað sem þarf að hafa í huga áður en maður mætir?
Að vera ekki búinn að borða þunga máltíð áður en mætt er og halda koffín drykkju í algjöru lágmarki
Hvað hafa margir farið í öndunanferðalag í gegnum þig?
Fjöldinn hleypur á einhverjum hundruðum
Er ég lengi að jafna mig?
Eftirvinnsla eftir tíma sem þennan er um 2-4 dagar, en maður jafnar sig tiltölulega fljótt samt sem áður
Hvað kostar þetta?
Tíminn kostar 5000 kr
Í hvernig fötum á ég að vera?
Best er að koma í þægilegum fötum eins og t.d jogging fötum
Er hættulegt að fara í öndunarferðalag?
Ef eftirfarandi atriði eiga ekki við þig þá á það að vera hættulaust fyir þig að fara í öndunarferðalag
Hjarta og/eða æðavandamál, hjartaáfall síðastliðin 5 ár, nýlegar aðgerðir, saga um flogaveiki eða krampaköst eða þú ert barnshafandi.
Til hvers er maður að fara í öndunanferðalag?
Fólk er að fara í öndun af mismunandi ástæðum þar má helst nefna
Vinna á stressi, álagi og kvíða.
Til þess að vinna á bólgum og langvarandi verkjum í líkamanum.
Öðlast meiri og betri hvíld.
Tengjast sjálfu sér betur
Svo eitthvað sé nefnt.
Hvað er öndunarferðalagið langt?
Það má reikna með uþb 1,5-2 klst